Skip to product information
1 of 1

Órói Tölvuleikjaþróun

[Janúar] - Órói Leikjaklúbbur - Framleiðslu og verksmiðjuleikir!

[Janúar] - Órói Leikjaklúbbur - Framleiðslu og verksmiðjuleikir!

Regular price 3.500 ISK
Regular price Sale price 3.500 ISK
Sale Sold out
Taxes included.
Quantity

Órói Leikjaklúbbur

Janúar þema: Framleiðslu- og verksmiðjuleikir

Hefur þú gaman af framleiðslu- og verksmiðjuleikjum? Langar þig að kynnast öðrum sem deila þessum áhuga og taka þátt í léttu spjalli og samspili? Langar þig að uppgötva nýja leiki í samtali við raunverulega aðdáendur?

Þá gæti janúarútgáfa af Leikjaklúbbi Óróa verið eitthvað fyrir þig.

Í janúar verður fókusinn á framleiðslu- og verksmiðjuleiki, til dæmis:

  • Factorio
  • Satisfactory
  • Dyson Sphere Program
  • … eða uppáhalds framleiðslu- og verksmiðjuleikinn þinn

Hvernig virkar Leikjaklúbbur Óróa?

Leikjaklúbbur Óróa hittist á mánudagskvöldum kl. 20:00 í janúar til að spila og spjalla saman um tölvuleiki eða þemað sem er í fókus þann mánuðinn.

Hópnum er stýrt af Gísla Konráðssyni, sem sér til þess að andrúmsloftið sé létt, vinalegt og skemmtilegt. Engin pressa, vinalegt andrúmsloft, góð samtöl og sameiginleg leikjaupplifun.

Leikjaklúbbur Óróa snýst um að njóta tölvuleikja deila ástríðu með öðrum og gera skemmtilega hluti saman

Algengar spurningar

Þarf ég að eiga einhvern eða alla leikina til að taka þátt?
Nei, alls ekki. Það er gaman að spila með, en þú getur alveg tekið þátt í spjalli og umræðum án þess að eiga leikina sjálfur.

Hvað þýðir það að vera meðlimur í Leikjaklúbbi Óróa?
Þú færð aðgang að lokuðum Facebook-hópi og boð í alla hittinga þess mánaðar sem þú skráir þig í. Ef þú vilt taka þátt í næsta mánuði, með nýju þema, þarf að skrá sig aftur.

Hvernig fara hittingarnir fram?
Hittingarnir fara fram á Google Meet. Þú ræður sjálfur hvort þú sért í mynd, og hvort þú birtir raunverulegt nafn. Við byrjum yfirleitt á léttu spjalli til að koma öllum í gírinn, og svo þróast kvöldið annað hvort út í samspil eða skjádeilingu þar sem einhver sýnir eitthvað áhugavert.

Hvað ef ég kemst ekki á alla hittingana?
Það er allt í lagi. Þó það sé leiðinlegt að missa af, leggjum við áherslu á vinalegt umhverfi þar sem auðvelt er að hoppa aftur inn, jafnvel þótt þú hafir misst af einum eða fleiri hittingum.

Af hverju kostar að taka þátt í leikjaklúbbnum?
Markmiðið er að búa til raunverulega, persónulega og skemmtilega hittinga þar sem fólk kynnist aðeins. Til þess þarf hópurinn að vera lítill og skipaður fólki sem hefur raunverulegan áhuga á þátttöku.

View full details