Órói Þróun
Frá leikjahugmynd í spilanlegan leik
Frá leikjahugmynd í spilanlegan leik
Couldn't load pickup availability
Breyttu leikjahugmynd í raunverulegt verkefni
Ertu með hugmynd að tölvuleik en veist ekki hvernig þú átt að byrja?
Þetta námskeið er hannað fyrir fólk með hugmynd, áhuga og forvitni, en vantar skýra byrjun, rétta fókusinn og leiðsögn í gegnum fyrstu (og oft erfiðustu) skrefin í leikjagerð.
Hér færðu ekki almennt „how-to“ námskeið – heldur persónulega aðstoð, skýra stefnu og raunhæfa áætlun sem miðar að þínum markmiðum.
Það er ekkert lofað að fyrsti leikurinn verði fullkominn eða nái miklum árangri – og það er alveg eðlilegt.
Markmiðið er að koma þér á stað þar sem þú kannt að búa til leiki, skilur ferlið og hefur verkfærin til að halda áfram. Það opnar dyr að því að:
- Þróa fleiri og betri leiki
- Skapa tekjur af eigin verkefnum
- Eða leggja grunn að nýjum starfsvettvangi í leikjaiðnaðinum
Í stuttu máli:
Þetta námskeið snýst ekki um að „klára fullkominn leik“, heldur um að fá þig yfir byrjunarhindrunina, byggja raunverulega reynslu og koma þér á stað þar sem þú veist hvað næstu skref eru – og hefur sjálfstraustið til að taka þau.
Hvað er innifalið?
🎓 Aðgangur að kennsluefni Óróa í 12 mánuði
Þú færð aðgang að vaxandi safni af myndböndum og einbeittum fróðleik sem styður þig í leikjaþróun.
Auk þess að kenna grunninn í notkun leikjavéla eru þessi myndbönd fókuseruð á að leysa afmörkuð vandamál og byggja ákveðna hluti, frekar en að veita almenna og óljósa yfirferð.
Ef þú lendir á ákveðnum stað í þróun leiksins og veist ekki næstu skref, þá er markmiðið að ég setji inn nákvæmlega það efni sem hjálpar þér áfram, án þess að þurfa að vaða í gegnum óviðeigandi kennslu.
Þetta efni er hugsað sem stuðningur samhliða persónulegri leiðsögn, ekki staðgengill hennar.
Um kennarann:
Námskeiðið er kennt af Gísla Konráðssyni, sem hefur starfað við tölvuleikjaþróun síðan 2007. Gísli hefur komið að þróun fjölda leikja, bæði innanlands og erlendis, þar á meðal EVE Online, Dust 514 og Fortnite.
Hann hefur starfað bæði sem sérfræðingur, (við forritun, listsköpun og leikjahönnun) og sem stjórnandi í stórum verkefnum.
Gísli er jafnframt vottaður kennari í Unreal Engine 5.
Í þessu námskeiði nýtist sú reynsla til að hjálpa þér að forðast algeng mistök, einbeita þér að því sem skiptir raunverulega máli og koma hugmyndinni þinni í spilanlegt, framkvæmanlegt form.
🚀 Kick-off fundur – frá hugmynd í framkvæmanlega áætlun
Í fyrsta fundinum brjótum við leikjahugmyndina þína niður og mótum hana í skýrt, framkvæmanlegt verkefni.
Við förum meðal annars yfir:
- Hvaða leikjavél hentar (t.d. Unreal Engine eða Unity)
- Þróun á liststíl og sjónrænni nálgun
- Kjarna-leikjakerfi og upplifun
- Raunhæft umfang verkefnisins
Við skoðum líka:
- Hvað þú kannt nú þegar
- Hvar áhugi þinn liggur
- Hvaða markmið þú ert með (lærdómur, útgáfa, ferill o.s.frv.)
Útkoman er skýrt skjal og sérsniðið kennsluplan sem verður grunnurinn að allri vinnunni sem á eftir kemur.
3 x 2 klst persónulegir tímar (innan 3 mánaða)
Þessir tíma verða mismunandi miðað við takmörk hjá hverjum og einum. sumir gætu viljað setja allan tíman í a gera frábæra frumgerð á meðan aðrir gætu viljað taka einfalda hugmynd alla leið
Hér er dæmi um hvernig uppsettning gæti litið út eftir "kick-off" fundinn
1. Tími – Einföld spilanleg frumgerð
Markmiðið í fyrsta tímanum er að koma hugmyndinni af blaði og í spilanlegt form á eins stuttum tíma og mögulegt er.
Þú lærir grunninn í þeim verkferlum sem skipta mestu máli fyrir þína hugmynd, til dæmis:
- Forritun
- Leikjahönnun
- Listsköpun
Við:
- Setjum upp verkefnið og vinnuaðstöðuna tæknilega
- Skilgreinum skýran verkefnalista og næstu skref
Markmiðið: að þú sért virkur að búa til leik – ekki bara að horfa á kennslu.
2. Tími – Þróun og dýpkun leiksins
Þegar einföld spilanleg frumgerð er komin í gang færum við fókusinn yfir í þróun leiksins sjálfs. Hér vinnum við út frá því sem virkar, skerum burt óþarfa flækjur og byggjum ofan á upplifunina.
Í þessum tíma:
- Brjótum við þróunarvinnuna niður í skýra áfanga
- Ákveðum í hvaða röð hlutir eiga að vera gerðir
- Fyllum í þekkingareyður sem koma í ljós í þróuninni
Við skoðum:
- Tæknilega útfærslu
- Leikjahönnun og upplifun spilara
- Skipulagningu og áfanga
Markmiðið: að þú sért með skýra sýn á hvernig leikurinn klárast og hafir verkfærin til að halda þróuninni áfram af sjálfstrausti.
3. Tími – Útgáfa, fjármögnun og næstu skref
Þegar þróun leiksins er komin vel af stað tökum við skref til baka og metum hvað þarf til að klára verkefnið – og hvert það á að fara næst.
Í þessum tíma:
- Metum umfang leiksins og hvað vantar upp á til að klára
- Skoðum útgáfumöguleika, t.d. á Itch.io, Steam eða Epic Game Store
- Ræðum verðlagningu, framsetningu og einföld markmið fyrir útgáfu
Ef verkefnið kallar á meiri tíma eða stærra teymi:
- Skoðum styrktarumsóknir og fjármögnun
- Ræðum hvernig hugmyndin er kynnt fyrir fjárfestum eða samstarfsaðilum
Markmiðið: að þú vitir nákvæmlega hvert næsta skref er, hvort sem það er útgáfa, áframhaldandi þróun eða stækkun verkefnisins.
Fyrir hvern er þetta?
- Fyrir fólk með leikjahugmynd en enga skýra byrjun
- Fyrir byrjendur eða sjálfmenntaða sem vilja festu og fókus
- Fyrir þá sem vilja gera, ekki bara dreyma
Niðurstaðan
Þú situr ekki eftir með óljósa hugmynd.
þú situr eftir með verkefni í gangi, skýra stefnu og raunverulega reynslu af leikjagerð.
Ef þú vilt taka fyrsta alvöru skrefið í átt að því að búa til tölvuleik, þá er þetta námskeiðið fyrir þig.
