Leikjaklúbbur Óróa - Hvernig verður janúar?

Leikjaklúbbur Óróa - Hvernig verður janúar?

Skráning er hafin í janúarútgáfu Leikjaklúbbs Óróa

Ég er að þróa þennan klúbb svolítið eins og ég sé með tölvuleik í beta. Útgáfa 0.1 var í janúar, gekk súper vel, en nú (í 0.2) gerði ég nokkrar endurbætur.

Hér eru patch notes 😅 :

Kjarnalykkjan styrkt:
Leikjaklúbburinn snýst fyrst og fremst um skemmtileg samtöl og sameiginleg áhugamál. Í útgáfu 0.1 var mikil (og kannski aðeins þung) áhersla á leikja greiningu. Hún verður áfram til staðar, en meira sem margfaldari ofan á.

Notum leikjaþema í stað eins leiks
Við ætlum að vinna með þema (framleiðslu og verksmiðju leiki) frekar en einn ákveðinn leik. Þetta skapar rými fyrir þátttakendur að deila sínum uppáhaldsleikjum og býr til skemmtilegri tengingar og uppgötva eithvað nýtt. Þó að það hafi verið gaman að skoða Stardew Valley síðast þá voru skemmtilegustu moment-in oftast þegar einhver var að deila leik sem þau elska

Áhersla á að við spilum saman (allir á sinn eiginn hátt)
Við hittumst á Google Meet, þannig að allir sem vilja geta deilt skjánum. Þannig getum við „spilað saman“ og deilt upplifun, þó við séum ekki að spila í multiplayer. Sumir vilja spila í multiplayer, sumir deila því sem þau eru að gera og sumir horfa á. En við erum öll að spjalla



 

Hlakka ótrúlega til að byggja verksmiðjur og færibönd með ykkur! 🚀

Back to blog