Hvað er Órói

Órói er vettvangur sem opnar dyr inn í sköpun með tölvuleikjum og kveikir áhuga á því að skapa, hanna og byggja eigin hugmyndir. Markmið Óróa er að hjálpa fólki að breyta áhuga á tölvuleikjum í færni, sjálfstraust og raunveruleg verkefni. þekkingu sem nýtist langt út fyrir leikjaiðnaðinn, meðal annars í skapandi hátækniiðnaði.

Að baki Óróa stendur Gísli Konráðsson, með margra ára reynslu úr skapandi hátækniiðnaði og leikjaþróun. Hann hefur komið að þróun fjölbreyttra leikja og verkefna og nýtir þá reynslu til að leiða fólk skref fyrir skref frá spilun yfir í hönnun og framkvæmd.

Vertu með í leikjaklúbbnum

Í leikjaklúbbnum spilum við leiki saman, ræða upplifun, kerfi og hönnun. Allt á afslappaðan og óformlegan hátt. Hér kviknar forvitnin og samtalið um hvernig leikir eru byggðir.

Fyrir alla sem elska tölvuleiki, óháð reynslu.

Sjá meira

Lærðu tölvuleikjaþróun

Hér fer fólk að vinna markvisst með eigin hugmyndir. Í Óróa Tölvuleikjaþróun lærir þú að nota leikjavélar, skilja hönnun og byggja spilandi kerfi. Kennslan er hagnýt, skýr og tengd raunverulegri framkvæmd.

Fyrir þá sem vilja fara úr áhuga í færni.

Sjá meira

Lærðu skapandi ferli

Þessi leið er fyrir fólk sem vill fara alla leið. Áhersla er á skipulag, framleiðslu, útgáfu og fagleg vinnubrögð. Allt sem þarf til að klára verkefni og koma þeim út í heiminn.

Nýtist jafnt í leikjaþróun sem öðrum greinum skapandi hátækniiðnaðar.

Sjá meira! (Kemur bráðum)